• UMSÓKN um rekstrarstyrk - úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019

  Umsóknarfrestur um rekstrarstyrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 er til og með 15. nóvember 2018. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til að efla starfsemi. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.

  Uppfært 15.10.2018

 • UMSÓKN um símenntunarstyrk - úr aukaúthlutun safnasjóðs 2018

  Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert safn getur sótt um einn styrk af hvorri tegund og hámarksupphæð umsókna er 300.000 kr. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2018 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2019. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2018..

  Uppfært 01.10.2018

 • UMSÓKN um verkefnastyrk - úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019

  Umsóknarfrestur um verkefnastyrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 er til og með 15. nóvember 2018. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Önnur söfn, safnvísar, setur og sýningar geta notið styrks úr safnasjóði til skilgreindra verkefna í samstarfi við viðurkennd söfn. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.

  Uppfært 15.10.2018

 • SKIL-Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2018

  Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2018 vegna rekstrarársins 2017. Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Einn hluti eftirlitsins er eftirlit með rekstri safnsins. Er þessi árlega skýrsla safnsins til safnaráðs hluti af því eftirliti. Vinsamlega svarið öllum spurningum skilmerkilega. Reitir merktir rauðri stjörnu verður að svara, ef spurning á ekki við má setja 0 eða "á ekki við" Ef opið eyðublað er skilið eftir í vafra lengi óhreyft er hætta á að eyðublaðið vistist tómt. Skilafrestur er 15. október 2018 - - - ATHUGIÐ AÐ VISTA ÁÐUR EN VAFRA ER LOKAÐ! - - -

  Uppfært 19.09.2018

 • SKIL-Skýrsla um nýtingu símenntunarstyrks úr safnasjóði

  Skýrsla um nýtingu verkefnastyrkja tileinkaða símenntun (símenntunarstyrkir). Í samræmi við 6. g. úthlutunarreglna safnasjóðs skal skila greinargerð um nýtingu veittra styrkja til safnaráðs. Greinargerð skal skila í gegnum umsóknavef safnaráðs. Greinargerð skilist til safnaráðs eigi síðar en 12 mánuðum eftir að verkefni lýkur.

  Uppfært 02.05.2018

 • SKIL-Skýrsla um nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði 2016

  Í samræmi við 6. gr. úthlutunarreglna safnasjóðs skal skila skýrslu um nýtingu veittra verkefnastyrkja til safnaráðs. Skýrslu skal skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs, auk í einu undirrituðu eintaki til safnasjóðs, merkt: Safnasjóður, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík. Skýrsla skilist til safnaráðs eigi síðar en 12 mánuðum eftir að verkefni lýkur. Síðasti skilafrestur er 30. apríl 2018.

  Uppfært 11.04.2018

 • SKIL-Skýrsla um nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði 2017

  Í samræmi við 6. gr. úthlutunarreglna safnasjóðs skal skila skýrslu um nýtingu veittra verkefnastyrkja til safnaráðs. Skýrslu skal skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs, auk í einu undirrituðu eintaki til safnasjóðs, merkt: Safnasjóður, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík. Skýrsla skilist til safnaráðs eigi síðar en 12 mánuðum eftir að verkefni lýkur. Síðasti skilafrestur er 30. apríl 2019.

  Uppfært 11.04.2018

 • VALKVÆTT-Frestur á nýtingu verkefnastyrks úr safnasjóði

  Umsókn um frest á nýtingu styrks úr safnasjóði. Skilafrestur á skýrslum um nýtingu styrks úr safnasjóði er í síðasta lagi ári eftir að verkefni lýkur, þó er mælst til að umsækjendur skili skýrslum sem fyrst eftir að verkefni lýkur. Athugið að eingöngu er hægt að sækja um frest á verkefnastyrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs.

  Uppfært 11.04.2018

 • VIÐURKENNING-Yfirlitsskýrsla

  Viðbótargögn vegna umsóknar safns um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Yfirlitsskýrsla umsækjanda um rekstur safnsins.

  Uppfært 13.07.2018